Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. júlí 2018 11:04
Elvar Geir Magnússon
Jorginho sagður á leið til London - Til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar segja að miðjumaðurinn Jorginho sé á leið til London og líklegt sé að hann gangi í raðir Chelsea.

Manchester City hefur verið að eltast við Jorginho en Maurizio Sarri, sem mun væntanlega taka við Chelsea bráðlega, er sagður hafa látið yfirmenn á Stamford Bridge vita að hann vilji vinna áfram með ítalska landsliðsmanninum.

Jorginho er 26 ára, hefur leikið átta landsleiki og verið í herbúðum Napoli síðan 2014.

Chelsea ku hafa boðið 57,5 milljónir punda í Jorginho en tilboð City hafi hljóðað upp á 48,7 milljónir punda.

Það yrði mikið áfall fyrir Englandsmeistara City ef satt reynist og Jorginho myndi fara til Chelsea enda búið að eyða miklum tíma og vinnu í að reyna að fá hann.
Athugasemdir
banner