Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júlí 2018 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane: Fórum lengra en nokkur bjóst við
Kane átti ekki sinn besta leik í kvöld.
Kane átti ekki sinn besta leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Harry Kane átti ekki sinn besta leik þegar England tapaði fyrir Króatíu í undanúrslitunum á HM í Rússlandi.

Kane segir það vonbrigði að vera ekki á leið í úrslitaleikinn, hann sé samt stoltur. „Þetta er erfitt, við erum í sárum, við lögðum svo mikið á okkur, stuðningsmennirnir voru magnaðir."

„Þetta var erfiður leikur, 50:50 leikur - við munum eflaust líta til baka og hugsa um hluti sem við hefðum getað gert betur. Þetta er erfitt en við getum borið höfuðið hátt. Við komumst lengra en nokkur bjóst við."

„Það er frábært að komast svona langt, við erum búnir að gera alla stolta en þetta er erfitt."

England spilar við Belgíu á laugardaginn í leiknum um þriðja sætið. Úrslitaleikur Króatíu og Frakklands er á sunnudaginn.

Sjá einnig:
Southgate stoltur af liðinu - Fékk frábærar móttökur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner