banner
   mið 11. júlí 2018 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane við Wright: Voruð farnir að plana skrúðgöngur
Sjáðu myndband
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, tekur undir með Luka Modric, fyrirliða Króatíu, og Zlatko Dalic, þjálfara Króatía og er á því máli að Englendingar hafi verið komnir fram úr sér fyrir leik kvöldsins gegn Króatíu.

Sjá einnig:
Dalic og Modric ekki sáttir með „ensku sérfræðingana"

Keane var sérfræðingur í kringum leikinn fyrir ITV en þar sagði hann að Englendingar væru farnir að plana skrúðgöngur fyrir leikinn í kvöld, að þeir hefðu litið framhjá leiknum gegn Króatíu sem þeir svo töpuðu 2-1 eftir framlengingu.

„Þú verður að einbeita þér að einum leik í einu en allir eru að tala um úrslitaleikinn, að fótboltinn sé að koma heim," sagði Keane.

Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, var einnig í settinu og hann var ósammála Keane.

„Við vorum ekki að tala um úrslitaleikinn, við vorum bara að grínast í þér. Staðreyndin er sú að við vorum ánægðir og þú varst ekki ánægðir að við skyldum vera ánægðir á þessum tímapunkti," sagði Wright í svari sínu.

Keane: Mér er sama þótt þú sért ánægður en svo er það að fara fram úr sér, þið voruð að plana úrslitaleikinn og hvar skrúðgöngurnar myndu fara fram."

Wright: Nei það vorum við ekki að gera.

Þeir héldu áfram að rökræða en Keane hélt því staðfastlega fram að kollegar hans í settinu hefðu verið farnir að tala um úrslitaleikinn, það væri algjörlega fáránlegt. Wright neitaði og sagðist bara vera ánægður með árangurinn, árangur sem enginn hafði búist við áður en mótið í Rússlandi hófst.

Hér að neðan má sjá hvernig umræðan þróaðist á milli þessara félaga.



Athugasemdir
banner
banner