Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. júlí 2018 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perisic jafnaði fyrir Króatíu - Framlengt í Moskvu
Perisic jafnaði fyrir Króatíu.
Perisic jafnaði fyrir Króatíu.
Mynd: Getty Images
Króatía 1 - 1 England
0-1 Kieran Trippier ('5 )
1-1 Ivan Perisic ('68 )

Það verður framlengt hjá Króatíu og Englandi í undanúrslitunum á HM í Rússlandi.

Kieran Trippier kom Englandi yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir Englendinga.

Króatar jöfnuðu í um miðjan seinni hálfleikinn og var þar að verki Ivan Perisic eftir fyrirgjöf.

Smelltu hér til að sjá markið á vef RÚV.

Eftir markið var Króatía sterkari aðilinni en þeir náðu ekki að bæta við. Allt loft virtist fara úr Englendingum en spurning hvort þeir komi kraftmeiri inn í framlenginguna. Þetta er þriðja framlengingin í röð sem Króatía er að fara í, en í bæði skiptin hefur vítaspyrnukeppni verið niðurstaðan og Króatía sigurvegari þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner