Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Ævintýri Madagaskar á enda
Túnis er komið í undanúrslit
Túnis er komið í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Madagaskar 0 - 3 Túnis
0-1 Ferjani Sassi ('52 )
0-2 Youssef Msakni ('60 )
0-3 Naim Sliti (‘90 )

Túnis tók síðasta sætið í undanúrslitum Afríkukeppninnar í kvöld með því að vinna Madagaskar 3-0

Túnis átti hættulegasta færi fyrri hálfleiks en Whabi Khazri átti þá aukaspyrnu sem Melvin Adrien, markvörður Madagaskar, varði í slá

Khazri kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en línuvörðurinn tók sér dágóðan tíma áður en hann flaggaði hann rangstæðan. Markið því ekki gilt en það breytti litlu því Ferjani Sassi skoraði stuttu síðar með skoti sem var á leið framhjá en hæfði leikmann Madagaskar og í netið.

Youssef Msakni skoraði annað markið átta mínútum síðar en hann skoraði af stuttu færi. Naim Sliti gulltryggði svo sigurinn undir lok leiks. Ævintýri Madagaskar í keppninni á enda og Túnis komið í undanúrslitin þar sem liðið mætir Senegal.
Athugasemdir
banner
banner