banner
   fim 11. júlí 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Þór spáir í 11. umferðina í Inkasso
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Leiknis og Fjölnir. Alex telur að bæði þessi lið vinni sína leiki í þessari umferð.
Úr leik Leiknis og Fjölnir. Alex telur að bæði þessi lið vinni sína leiki í þessari umferð.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Íþróttafréttamaðurinn og ritstjóri enska boltans hjá Símanum Tómas Þór Þórðarson var með hvorki meira né minna en 5 rétta þegar hann spáði í tíundu umferð Inkasso-deildarinnar. Hann skellti sér þar með á toppinn í spákeppni Inkasso-deildar karla.

Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, spáir í 11. umferðina. Hann þarf að ná öllum réttum til að toppa Tómas.

Magni 0 - 1 Þór (19:15 í dag)
Þetta verður opinn leikur og mikið um marktækifæri. Aron Elí og Aron Birkir munu þó loka rammanum lengst af áður en að Þórsarar skora sigurmark á seinustu tíu mínútum leiksins.

Afturelding 1 - 1 Þróttur R. (19:15 í dag)
Jafnteflislykt af þessum leik. Djordje hefur verið að finna sig á Varmárvelli og mun skora. Á sama tíma munu Þróttarar vera í miklu basli við að skora eftir að Ágúst Leó meiddist, en ná að pota inn einu.

Njarðvík 0 - 3 Víkingur Ó. (19:15 í dag)
Sýning hjá Ejub og hans her þar sem þeir vinna þennan leik örugglega.

Fjölnir 2 - 1 Keflavík (19:15 í dag)
Toppliðið hefur verið að spila vel að undanförnu og verður engin breyting á því núna. Keflavík sem þarf sigur úr þessum leik þarf því miður að bíta í það súra epli að fá ekkert úr honum.

Haukar 0 - 2 Grótta (19:15 í dag)
Grótta vinnur þennan leik nokkuð örugglega með mörkum frá Sölva og Axel Frey. Óliver Dagur mun bregða sér í gervi Andrea Pirlo og stjórna allri umferð á miðsvæðinu fyrir þá bláklæddu.

Fram 2 - 3 Leiknir R. (19:15 í dag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Mikið af mörkum og byrjar Helgi Guðjóns á að skora tvö mörk, en seiglan í Leikni mun að lokum klára þennan leik. Gyrðir Hrafn og Sævar Atli munu eiga stórleik fyrir Leikni.

Sjá fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner