banner
   fim 11. júlí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin í dag - Hvað gera íslensku liðin?
Gunnleifur Gunnleifsson mætir í kvöld sínu fyrrum félagi en hann lék með Vaduz árið 2009.
Gunnleifur Gunnleifsson mætir í kvöld sínu fyrrum félagi en hann lék með Vaduz árið 2009.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alls eru 43 leikir á dagskrá í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Við á Fótbolti.net ætlum að fylgjast grant með gangi mála í þremur þeirra, leikjum íslensku liðanna, sem og leikjum Íslendingaliðanna Bröndby, Malmö og Norrköping.

KR mætir Molde klukkan 17:00 og er það fyrsti leikur dagsins hjá íslensku liðunum.

KR er á toppi íslensku deildarinnar og er á gífurlegu skriði. Molde er hins vegar einnig á toppi deildarinnar heimafyrir og því ljóst að verkefnið verður strembið fyrir KR.

Stjarnan og Breiðablik eiga bæði heimaleiki í kvöld. Stjarnan fær eistneska liðið Levadia Tallinn í heimsókn og Breiðablik fær Vaduz frá Liechtenstein í heimsókn.

Bröndby mætir Inter Turku, Malmö mætir Ballymena og Norrköping mætir St. Patrick's.

Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
17:00 Molde-KR (Leikið erlendis)
20:00 Stjarnan-Levadia Tallinn (Samsung völlurinn)
20:00 Breiðablik-Vaduz (Kópavogsvöllur)

17:00 Brondby (Danmörk) - Inter Turku (Finnland)
17:00 Malmo FF (Svíþjóð)- Ballymena Utd (Norður Írland)
18:45 St Patrick's (Írland) - IFK Norrkoping (Svíþjóð)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner