Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: KR fékk stóran skell í Noregi
Tobias Thomsen skoraði eina mark KR-inga sem hafa að öllum líkindum lokið keppni
Tobias Thomsen skoraði eina mark KR-inga sem hafa að öllum líkindum lokið keppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Molde 7 - 1 KR
1-0 Leke James ('6 )
2-0 Fredrik Aursnes ('29 )
3-0 Leke James ('31 )
4-0 Leke James ('41 )
5-0 Vegard Forren ('64 )
6-0 Etzaz Hussain ('67 )
6-1 Tobias Bendix Thomsen ('72 )
7-1 Ohi Anthony Omoijuanfo ('90 )

Molde er komið með annan fótinn í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir að hafa slátrað KR, 7-1, á Aker-leikvanginum í Molde í kvöld.

KR-ingar hafa verið magnaðir í Pepsi Max-deildinni í sumar og eru með 7 stiga forystu eftir tólf umferðir en það er ljóst að það er himinn og haf á milli Íslands og Noregs.

Leke James kom Molde yfir á 6. mínútu leiksins. Skúli Jón Friðgeirsson kom fyrir skotið hjá James, sem fékk þó aðra tilraun og skoraði. Fredrik Aursnes bætti við öðru á 29. mínútu og þá fór að rigna inn mörkum.

Leke James gerði þriðja markið á 31. mínútu og fullkomnaði síðan þrennu síðan á 41. mínútu. 4-0 í hálfleik og KR-ingar í vondum málum.

Vegard Forren, sem var eitt sinn einn eftirsóttasti leikmaður Noregs, skoraði fimmta markið á 64. mínútu. Hann skoraði af stuttu færi eftir horn og síðan gerði Etzaz Hussain sjötta markið þremur mínútum síðar.

Tobias Thomsen náði að klóra í bakkann fyrir KR með skallamarki eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Ohi Anthony Omoijuanfo skoraði síðan sjöunda og síðasta mark Molde og gulltryggði liðið áfram.

Síðari leikurinn er á Meistaravöllum þann 18. júlí eftir nákvæmlega viku og þarf KR á einhverju ótrúlegu kraftaverki að halda til að snúa þessu sér í hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner