fim 11. júlí 2019 21:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inkasso: Njarðvík náði loksins í sigur - Nóg af dramatík
Kenneth Hogg skoraði tvö fyrir Njarðvík í langþráðum sigri.
Kenneth Hogg skoraði tvö fyrir Njarðvík í langþráðum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær skoraði flautumark fyrir Keflavík.
Davíð Snær skoraði flautumark fyrir Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Heil umferð fór fram í Inkasso-deild karla í kvöld.

Á Extra vellinum í Grafarvogi mætti Fjölnir liði Keflavíkur. Albert Brynjar Ingason skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu. Markið kom eftir að Sindri Ólafsson varði skot frá Guðmundi Karli Guðmundssyni. Allt stefndi í fjórða sigur Fjölnis í röð en Davíð Snær Jóhannson jafnaði leikinn fyrir Keflvíkinga með flautumarki!

Á Ásvöllum heimsótti Grótta lið Hauka. Pétur Theódór Árnason getur ekki hætt að skora og kom Gróttu yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Á tíundu mínútu seinni hálfleiks jafnaði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson leikinn fyrir Hauka. Á 70. mínútu kom Halldór Kristján Baldursson Gróttu yfir á ný og stefndi allt í að Grótta ynni sinn fimmta sigur í röð í deildinni. Oliver Helgi Gíslason kom hins vegar í veg fyrir að það gerðist. Hann jafnaði leikinn á 88. mínútu með stórkostlegu skallamarki eftir frábæra sendingu frá Aroni Frey Róbertssyni.

Í Njarðvík unnu heimamenn gífurlega sterkan og langrþáðan 3-0 sigur á Ólafsvíkur Víkingum. Ivan Prskalo kom heimamönnum yfir og Kenneth Hogg bætti við tveimur mörkum. Njarðvíkingum hefur gengið illa að ná í góð úrslit og sigurinn í kvöld mjög kærkominn. Njarðvík hafði fyrir leikinn í kvöld tapað síðustu sex leikjum sínum í Inkasso-deildinni.

Í Safamýrinni tók Fram á móti Leikni R. Helgi Guðjónsson kom Fram í mjög vænlega stöðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Þegar um hálftími lifði leiks minnkaði Sólon Breki Leifsson muninn fyrir Leikni en Framarar héldu út og hirtu stigin þrjú.

Á Grenvik tók Magni á móti Þórsurum í nágrannaslag. Markalaust var í hálfleik en Aron Elí Sævarsson braut á Frosta Brynjólfssyni inn í eiginn vítateig þegar ríflega 20 mínútur lifðu leiks. Magni komst einnig yfir í sama leik í fyrra en þá náði Þór að snúa taflinu við og sigra. Á 81. mínútu skoraði Magni en mark sem var dæmt af. Ansi vafasamur dómur og reyndist hann dýrkeyptur því á 90. mínútu jafnaði Jóhann Helgi Hannesson leikinn fyrir Þór með skalla eftir fyrirgjöf frá Bjarka Þór Viðarssyni.

Í Mosfellsbæ tók Afturelding á móti Þrótti R. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Þróttur vítaspyrnu sem Rafael Alexandre Romao Victor tók og skoraði hann úr spyrnunni. Afturelding gerði líkt og Þróttur í fyrri hálfleik og skoraði undir lok seinni hálfleiks. Andri Freyr Jónasson nýtti sér þá klaufaskap í varnarleik Þróttara og tryggði heimamönnum dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Nánar má lesa um leiki kvöldsins í textalýsingum Fótbolta.net en þær má finna á forsíðunni.

Úrslitin þýða að Fjölnir er áfrma á toppnum nú með 23 stig, Grótta, Þór og Fram fylgja fast á eftir Fjölni. Njarðvík komst úr fallsæti með sigrinum í kvöld og er þremur stigum fyrir ofan botnlið Magna. Afturelding er með jafnmörg stig og Njarðvík, tíu talsins.

Haukar 2 - 2 Grótta
0-1 Pétur Theódór Árnason ('44 )
1-1 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('55 )
1-2 Halldór Kristján Baldursson ('70)
2-2 Oliver Helgi Gíslason ('88)

Njarðvík 3 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Ivan Prskalo ('40 )
2-0 Kenneth Hogg ('45 )
3-0 Kenneth Hogg ('58 )

Rautt spjald:Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó. ('49)
Fjölnir 1 - 1 Keflavík
1-0 Albert Brynjar Ingason ('36 )
1-1 Davíð Snær Jóhannsson ('93)

Fram 2 - 1 Leiknir R.
1-0 Helgi Guðjónsson ('6 )
2-0 Helgi Guðjónsson ('45 )
2-1 Sólon Breki Leifsson ('59 )

Magni 1 - 1 Þór
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('69 , víti)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson ('90 )

Afturelding 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('45 , víti)
1-1 Andri Freyr Jónasson ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner