fim 11. júlí 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Þetta verður ekki stærsti gluggi sögunnar
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var brattur eftir fyrsta leik undirbúningstímabilsins í kvöld en lið hans vann 6-0 sigur á Tranmere Rovers.

Enski táningurinn Rhian Brewster gerði tvö mörk fyrir Liverpool en þeir Nathaniel Clyne, Curtis Jones, Divock Origi og Bobby Duncan komust einnig á blað.

Félagið hefur ekki sótt sér mikla styrkingu á markaðnum í sumar en það keypti Sepp van den Berg frá PEC Zwolle og þá er Harvey Elliott á leið til félagsins frá Fulham.

Hann býst ekki við því að félagið styrki sig mikið í þessum glugga en benti þó á áhugaverða hluti.

„Við erum þegar búnir að fá nokkra leikmenn en þú áttar þig bara ekki á því. Rhian Brewster er kominn inn, Oxlade-Chamberlain hefur verið frá í ár og svo allir hinir ungu strákarnir og Þetta eru allt nýjir leikmenn sem er hið besta mál," sagði Klopp.

„Glugginn lokar 8. ágúst. Öll stærstu löndin í Evrópu fengu þá hugmynd að loka glugganum fyrr en England var eina landið sem ákvað að fylgja því eftir. Þannig núna lokar glugginn hjá okkur þremur vikum á undan. Við munum skoða málin en þetta verður ekki stærsti glugginn í sögunni, það er nokkuð ljóst."

„Ég hef nú þegar sagt við Brewster að hann á að spila mikilvægt hlutverk á þessu tímabili en hversu mikilvægt? Það er undir honum sjálfum komið. Hann verður að spila margar stöður, hann getur verið fremstur en einnig á vængnum. Þetta kemur allt saman í ljós en tækifærin verða til staðar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner