Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. júlí 2019 17:45
Brynjar Ingi Erluson
L'Equipe: Barcelona búið að greiða fyrir Griezmann
Antoine Griezmann er á leið til Barcelona
Antoine Griezmann er á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona er búið að greiða spænska knattspyrnusambandinu 120 milljóna evra klásúluna í samningi Antoine Griezmann hjá Atlético Madrid. L'Equipe greinir frá þessu ásamt stærstu miðlunum á Spáni.

Griezmann hefur lengi vel viljað fara til Barcelona en talið er að hann hafi náð samkomulagi við Börsunga í apríl. Félagaskiptin hafa þó vægast sagt gengið brösulega.

Franski landsliðsmaðurinn neitaði að mæta á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins og þá gaf Atlético Madrid frá sér yfirlýsingu varðandi hegðun Griezmann, fulltrúa hans og þá Josep Bartomeu, forseta Barcelona.

Griezmann framlengdi samning sinn við Atlético Madrid fyrir ekki svo löngu síðan en Barcelona ákvað að bjóða ekki í leikmanninn fyrr en klásúlan í samningnum myndi lækka.

Samkvæmt L'Equipe er Barcelona búið að greiða 120 milljónir evra til spænska knattspyrnusambandsins til að virkja klásúluna og það ættu því að vera örfáir daga áður en Griezmann verður kynntur hjá félaginu.

Griezmann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir Atlético en þar áður spilaði hann fyrir Real Sociedad. Hann er þá lykilmaður í franska landsliðinu sem varð heimsmeistari á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner