Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. júlí 2021 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: ÍR fór í góða ferð út á land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 0 - 3 ÍR
0-1 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('1)
0-2 Unnur Elva Traustadóttir ('18)
0-3 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('87)

ÍR vann öruggan sigur gegn Sindra á Höfn í Hornafirði þennan sunnudaginn þegar liðin áttust við í 2. deild kvenna.

ÍR skoraði fyrsta mark leiksins á upphafssekúndunum. Markið gerði Berta Sóley Sigtryggsdóttir og á 18. mínútu skoraði Unnur Elva Traustadóttir annað markið.

Vegurinn var erfiður fyrir Sindra eftir það. Staðan var 0-2 alveg fram á 87. mínútu en þá kom þriðja mark ÍR-inga. Það skoraði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir.

Lokatölur 0-3 fyrir ÍR sem fer heim í Breiðholtið með þrjú stig. Þær eru núna í sjöunda sæti með tíu stig. Sindri er í níunda sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner