Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. júlí 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía Evrópumeistari 2020 (2021)
Evrópumeistarar.
Evrópumeistarar.
Mynd: EPA
Skiptingar sem skiluðu sér ekki.
Skiptingar sem skiluðu sér ekki.
Mynd: EPA
Ítalía 1 - 1 England
0-1 Luke Shaw ('2 )
1-1 Leonardo Bonucci ('67 )

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Domenico Berardi skoraði
1-1 Harry Kane skoraði
1-1 Andrea Belotti klúðraði
1-2 Harry Maguire skoraði
2-2 Leandro Bonucci skoraði
2-2 Marcus Rashford klúðraði
3-2 Federico Bernardeschi skoraði
3-2 Jadon Sancho klúðraði
3-2 Jorginho klúðraði
3-2 Bukayo Saka klúðraði

Ítalía er Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn eftir magnaðan úrslitaleik gegn Englandi á Wembley í kvöld.

Fótboltinn var nálægt því að koma heim - mjög nálægt því - en hann vildi það bara ekki.

England byrjaði mun betur og tók forystuna eftir aðeins tveggja mínútna leik er Luke Shaw skoraði.

Englendingar voru sterkir í fyrri hálfleiknum en þeir lögðust til baka í seinni hálfleik og Ítalarnir tóku völdin á vellinum. Ítalarnir jöfnuðu metin um miðbik seinni hálfleiks er miðvörðurinn Leonardo Bonucci skoraði. Hann skoraði af miklu harðfylgi eftir fast leikatriði hjá gestunum.

Það var mikið stress í framlengingunni. Bæði lið bjuggu til stöður til að skora en báðir markverðir voru vel á verði.

Það var ekki meira skorað og því var farið í gömlu góðu vítaspyrnukeppnina.

Gareth Southgate tók tvöfalda skiptingu undir lok framlengingarinnar. Marcus Rashford og Jadon Sancho komu inn á til að taka vítaspyrnur. Þeir fóru báðir á punktinn í vítaspyrnukeppninni en klúðruðu báðir.

Jorginho gat tryggt sigur Ítalíu en Jordan Pickford varði frá honum. Það var mikil ábyrgð sett á herðar hins unga Bukayo Saka sem tók fimmtu og síðustu spyrnu Englands. Gianluigi Donnarumma varði frá honum og var hetja Ítalíu.

Fótboltinn kemur ekki heim, ekki strax. Ítalir eru Evrópumeistarar í annað sinn!
Athugasemdir
banner
banner
banner