Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baulað á ítalska þjóðsönginn
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Evrópumótsins var að hefjast. England og Ítalía berjast um gullið á Wembley.

Stuðningsfólk Englands hélt uppteknum hætti fyrir leik þegar þjóðsöngvar voru sungnir.

Þegar þjóðsöngur Ítalíu fór í gang þá mátti heyra mikið baul í stúkunni.

Það vakti athygli á samfélagsmiðlum fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum að enskir stuðningsmenn á Wembley - sem voru fjölmargir - ákváðu margir hverjir að baula á danska þjóðsönginn. Það heyrðist alla vega frekar vel heima í stofu.

Enskir stuðningsmenn hafa gert þetta á mótinu og þeir voru samir við sig fyrir leikinn í kvöld, þrátt fyrir ósk Gary Lineker um annað.

Það mátti reyndar ekki sjá á leikmönnum Ítalíu að væri baulað, þeir sungu úr sér lungun líkt og vanalega.



Athugasemdir
banner
banner
banner