Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 11. júlí 2021 12:44
Brynjar Ingi Erluson
Chiellini: Bekkurinn hjá Englandi hefði líklega komist í úrslitaleikinn
Giorgio Chiellini í leik með Ítalíu
Giorgio Chiellini í leik með Ítalíu
Mynd: EPA
Giorgio Chiellini verður í eldlínunni í kvöld er Ítalía spilar við England í úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley.

Chiellini hefur spilað frábærlega í vörn ítalska liðsins á mótinu. Hann er 36 ára gamall og eldist eins og gott vín.

Þetta er annar úrslitaleikurinn sem hann mun spila á Evrópumótinu en hann var í liðinu sem tapaði fyrir Spánverjum á EM fyrir níu árum síðan.

Varnarmaðurinn er brattur fyrir leikinn í kvöld en segir þó að hópurinn hjá Englendingum sé einn sá sterkasti sem hann hefur séð.

„Kane og Sterling eru frekar ólíkir hinum framherjunum sem Englendingar hafa í sínum röðum. Þeir eru með öðruvísi gæði en þetta eru allt frábærir leikmenn," sagði Chiellini á blaðamannafundi.

„Þetta er eiginlega hlægilegt því bekkurinn hjá Englandi hefði líklega getað komist í úrslitaleikinn því enska liðið er með mikið af mögnuðum leikmönnum."

„Við munum reyna að takmarka gæði þeirra eins vel og við getum en sem betur fer er þetta ekki einstaklingsíþrótt. Þetta er liðsíþrótt og því ekkert so mikilvægt hvort Chiellini eða Bonucci mæti Kane og Sterling, heldur hvort Ítalía getur unnið England."


Hann viðurkennir það góðfúslega að hann myndi líklega ekki vinna Sterling á sprettinum en að hæfileikar hans geti þó nýst á öðrum sviðum.

„Kane og Sterling eru ekkert það ungir heldur. Þetta eru ekki kjúklingar. Þeir eru með mikla reynslu en það er hins vegar annað mál með Foden, Saka og Sancho. Það eru allir með mismunandi gæði. Ef ég reyni að taka þá á sprettinum, tildæmis ef ég mæti Sterling, þá myndi ég sennilega aldrei vinna þann sprett."

„En í stöðu þar sem þarf að vinna boltann og þetta er 50/50 bolti eða það er langur bolti fram frá markverðinum þá er ég líklegri til að vinna skallaeinvígin, þannig það þarf að takmarka gæði þeirra á vellinum,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner