Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. júlí 2021 11:51
Brynjar Ingi Erluson
EM-bónusinn fer í góðgerðarmál
Mynd: EPA
Enska landsliðið mun gefa allan bónusinn sem liðið fær frá UEFA fyrir árangur þeirra á Evrópumótinu en það er talkSPORT sem greinir frá þessu.

England hefur náð ótrúlegum árangri á EM í ár og er komið í úrslitaleikinn gegn Ítalíu.

Liðin eigast við á Wembley klukkan 19:00 en England mun fá 9,4 milljón punda ef liðinu tekst að vinna úrslitaleikinn.

Samkvæmt talkSPORT hefur enski leikmannahópurinn samþykkt að deila öllum peningunum til mismunandi góðgerðarsamtaka innan breska heilbrigðiskerfisins.

Þetta er fyrsti úrslitaleikur enska landsliðsins á stórmóti síðan á HM 1966 er liðið varð heimsmeistari eftir 4-2 sigur á Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner