Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. júlí 2021 10:58
Brynjar Ingi Erluson
Finnur ekki fyrir pressunni - „Verðum að vera rólegir"
Roberto Mancini
Roberto Mancini
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, segist ekki finna fyrir pressu fyrir úrslitaleikinn gegn Englandi.

Ítalía og England mætast í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:00.

Mancini segir að liðið sé klárt í leikinn. Hann er óvenju rólegur fyrir leikinn og vonast bara eftir því að leikmenn hafi gaman á vellinum.

„Fyrsti leikurinn var erfiður en þetta er úrslitaleikurinn. Það er öðruvísi," sagði Mancini.

„Ég er ekki stressaður en kannski verður meira stress rétt fyrir leikinn. Þetta augnablik verður mikilvægt fyrir mig. Ég vona að ég nái meiri árangri en ég gerði sem leikmaður í bláu treyjunni."

„Við verðum að vera rólegir. Við vitum að þetta verður erfitt en einbeitingin þarf að vera í lagi. Við verðum líka að hafa gaman, þetta er síðasti leikurinn. En til þess að hafa gaman þá þurfum við að spila vel í 90 mínútur,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner