Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. júlí 2021 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Moyes hefur áhuga á að taka við skoska landsliðinu
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham á Englandi, segist hafa áhuga á því að taka við skoska landsliðinu í framtíðinni.

Skoski stjórinn hefur verið að gera góða hluti með West Ham en hann kom liðinu í Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

Hann er samningsbundinn til 2024 hjá West Ham en hann segist hafa áhuga á því að taka við skoska landsliðinu á næstu árum.

„Já, ég hef áhuga á því í dag. Ég er á þeim stað á ferlnum þar sem ég nýt þess að þjálfa félagslið og ég á enn eftir ókláruð verkefni þar," sagði Moyes.

„Ég myndi samt skoða það að taka við Skotlandi ef tímasetningin er rétt og ef það hentar mér og Skotum á þeim tímapunkti," sagði hann ennfremur.

Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og kom þeim á Evrópumótið í sumar en hann verður áfram þjálfari liðsins, alla vega út undankeppnina fyrir HM.
Athugasemdir
banner
banner