Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. júlí 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óreiða og léleg gæsla: Boðflennur á vellinum
Hér fer leikurinn fram.
Hér fer leikurinn fram.
Mynd: EPA
Því miður hafa skapast vandræði fyrir utan Wembley leikvanginn í kvöld þar sem úrslitaleikur Evrópumótsins fer fram. Heimamenn í Englandi spila við Ítalíu.

Fjöldi fólks hefur reynt að komast inn á völlinn án miða. Í yfirlýsingu frá Wembley kemur fram að enginn hafi komist inn á völlinn án miða en miðað við lýsingar fjölmiðlamanna inn á vellinum, þá er það ekki satt.

Enskir fjölmiðlamenn tala um það á samfélagsmiðlum að öryggisgæsla í kringum völlinn hafi ekki verið nægilega góð - langt því frá.

„Því miður, þá lítur út fyrir að einhverjum hafi tekist að komast inn á Wembley án miða," skrifar Nizaar Kinsella, blaðamaður Goal. Hann segir að það hafi komið til handalögmála þegar stuðningsmenn hafi reynt að komast í sitt sæti og séð einhvern annan sitja í því.

Dominic King, blaðamaður Daily Mail, gagnrýnir lögreglu fyrir að gera ekki betur. Hann segir að hræðsla hafi gripið um sig inn á vellinum, meðal barna og fjölskyldna. Fólk á að vera að skemmta sér en annað hefur komið á daginn virðist vera.

Caoimhe O'Neill, fjölmiðlakona The Athletic, segir að það hafi verið mikil óreiða í kringum Wembley í dag og hegðun hjá ákveðnu fólki hafi ekki verið allt í lagi. Mikið hefur verið um það að fólk sé að kasta flöskum, glerflöskum. Hún varð vitni að því þegar ung stelpa fékk næstum því glerflösku í höfuðið. „Sem betur fer fór flaskan ekki í hana."

Leikurinn er að hefjast núna klukkan 19:00 en það má gera ráð fyrir því að það séu margar boðflennur inn á vellinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner