Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 14:14
Brynjar Ingi Erluson
Spinazzola skrifar opið bréf til ítalska liðsins - „Hlaupum saman í kvöld"
Leonardo Spinazzola
Leonardo Spinazzola
Mynd: EPA
Spinazzola vill sjá Bryan Cristante lyfta bikarnum í kvöld
Spinazzola vill sjá Bryan Cristante lyfta bikarnum í kvöld
Mynd: EPA
Ítalski vinstri bakvörðurinn Leonardo Spinazzola skrifar opið bréf til ítalska landsliðsins fyrir leik þeirra gegn Englandi í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld en hann verður ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Belgíu.

Spinazzola meiddist illa gegn Belgíu og verður frá næstu mánuði en hann ferðaðist með liðinu til Lundúna og verður í stúkunni á Wembley.

Ítalska liðið hefur staðið þétt við bakið á honum frá því hann meiddist en hann gekkst undir aðgerð á dögunum.

Leikmaðurinn skrifaði bréf til liðsins þar sem hann hvetur þá áfram.

„Ef ég gæti ferðast aftur í tímann þá myndi ég gera það nákvæmlega sama. Ég myndi gera þetta hundrað sinnum og reyna að vera á undan andstæðingnum og breyta leiknum fyrir okkur. Þetta er ekkert sérstakt, svona eru hlutirnir bara hjá ítalska landsliðinu," skrifaði Spinazzola.

„Þegar allt kemur heim og saman þá er bara hægt að ná markmiðunum ef þú gefur allt fyrir liðsfélagana. Þessi meiðsli komu í veg fyrir að ég gæti spilað en aðskilur mig þó ekki frá hópnum. Mattia, sonur minn, sem er aðeins 3 ára gamall, skilur að pabbi hans gat ekki bara hangið á sófanum heima og horft á leikinn."

„Ég er ótrúlega spenntur, neita því ekki. Þegar ég steig upp í flugvélina þá var eins og ég hefði fæðst upp á nýtt. Eftir nokkra tíma þá verð ég á vellinum með liðsfélögunum og uppi í stúku með restinni af þjóðinni. Þetta hefði getað verið betra en hefði líka getað verið verra."

„Þetta er síðasti bardaginn á EM á Wembley. Mót sem ég mun muna eftir að eilífu. Þetta hefur verið langt ferðalag, frá ævintýranlegum kvöldum á Stadio Olimpico að fótboltahofinu gegn gestgjöfunum. Það hefur verið bætt nokkrum kílómetrum við þessa vegferð hjá mér þar sem þurfti að þjást í Finnlandi til að aðlaga hásinuna."

„Núna er ég tilbúinn. Mér finnst eins og ég hafi enn eitthvað fram að bjóða. Ég mun snúa aftur á vænginn eftir nokkra mánuði en í kvöld munum við hlaupa saman. Ég er með þessa mynd í hausnum af Bryan Cristante, fyrsta manninum sem huggaði mig eftir meiðslin, að lyfta einhverju sem hefur meiri þýðingu. Við erum hér. Áfram Ítalía,"
skrifaði Spinazzola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner