Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. júlí 2021 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: Trippier kemur inn fyrir Saka
Kieran Trippier mun byrja samkvæmt Telegraph
Kieran Trippier mun byrja samkvæmt Telegraph
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier mun koma inn í byrjunarlið Englands fyrir leikinn gegn Ítalíu í kvöld. Hann leysir Bukayo Saka af hólmi. Það er Telegraph sem segir frá þessu.

Gareth Southgate byrjaði mótið með að spila 4-3-3 en fór svo yfir í þriggja manna vörn gegn Þjóðverjum.

Hann breytti aftur yfir í 4-3-3 í 8-liða úrslitunum gegn Úkraínu en mun nú notast við þriggja manna vörn aftur í úrslitunum gegn Ítalíu.

Telegraph segir að Trippier komi inn í liðið fyrir Bukayo Saka.

Trippier spilaði vinstri bakvörð á móti Króatíu en var ekki með gegn Tékkum og Skotum. Southgate setti hann svo inn í liðið á móti Þjóðverjum og þá kom hann inná gegn Úkraínu og Dönum.

Sky Sports tekur undir þessar fréttir Telegraph og birtir byrjunarliðið fyrir kvöldið.

Byrjunarliði samkvæmt Sky: Pickford, Shaw, Walker, Stones, Maguire, Trippier, Rice, Phillips, Mount, Kane, Sterling
Athugasemdir
banner
banner