Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 11. ágúst 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Verðum að átta okkur strax á alvarleika málsins
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var mjög svekktur eftir tap liðsins gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Árbæingar hafa aðeins náð að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Fylkir

„Ég get ekki kvartað yfir því að menn hafi ekki verið að leggja sig fram og spilamennskan var á köflum mjög góð. En því miður vantar alla græðgi fram á við til að skora mörk. Það er hrikalega súrt að að það megi ekki koma skot á okkar mark, mig minnir að HK hafi átt eitt skot síðast og það reynir ekki mikið á okkur en við fáum á okkur mark og náum ekki að bregðast við því," segir Helgi.

„Hvort sem það eru senterar, kantmenn eða miðjumenn; menn fara af hálfum hug og meðan það er þannig er ekki von á því að við skorum mörg mörk."

Um dræma stigasöfnun að undanförnu sagði Helgi:

„Það er spurning hvort menn höndli þessa pressu? Við höfum ekki oft verið í þessari stöðu að hafa verið í toppbaráttu. Það er kúnst að vera þar. Það læðist að manni sá grunur að þetta sé að fara í hausinn á mönnum. Ef það er ekki það þá eru menn ekki að bera virðingu fyrir þessari deild og halda að við séum betri en við erum."

Þrátt fyrir dræmt gengi að undanförnu er Fylkir enn í öðru sætinu en pakkinn uppi er þéttur.

„Það er ljóst en við getum ekki horft á hvernig aðrir leikir fara. Við verðum að horfa á okkar leiki. Það er bara einn sigurleikur af síðustu fimm og þá fer aðeins sjálfstraust úr mönnum en fyrst og fremst finnst mér vanta smá töffaraskap í liðið."

Hákon Ingi Jónsson var tekinn af velli í kvöld þegar Fylki vantaði mark. Hann hefur skorað þrjú mörk í sumar og var Helgi spurður að því hvort það væri nóg?

„Það er ekki nóg. Hann er ekki einungis markaskorari, hann getur haldið bolta vel upp og er sterkur í skrokknum. Hann hefur þá eiginlega fyrir okkur. Það er rétt að hann hefur ekki skorað mikið af mörkum en allt liðið þarf að gera betur, það er ekki bara hann. Ég skil ekki hvernig menn nenna að hlaupa inn í teiginn ef þeir ætla sér ekki að skora," segir Helgi.

„Við megum samt ekki dramatísera þetta of mikið þó ég sé búinn að gera það núna. Við erum enn í öðru sæti. Við þurfum samt að átta okkur strax á alvarleika málsins."

Sjáðu viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner