Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sarri fékk draumabyrjun í Huddersfield
Sarri byrjar vel.
Sarri byrjar vel.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace náði í útisigur gegn Fulham.
Crystal Palace náði í útisigur gegn Fulham.
Mynd: Getty Images
Cardiff var án Arons Einars Gunnarssonar.
Cardiff var án Arons Einars Gunnarssonar.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri fékk draumabyrjun sem stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea sótti Huddersfield heim og það tók lærisveina Sarri nokkrar mínútur að komast í gang, en þegar fyrsta markið kom leit Chelsea aldrei um öxl.

Heimsmeistarinn N'Golo Kante kom Chelsea yfir þegar hann náði skemmtilegu skoti sem Ben Hamer í marki Chelsea réð ekki við. Áður en fyrri hálfleikurinn var úti hafði Jorginho bætt við öðru marki úr vítaspyrnu. Hans fyrsta alvöru mark fyrir Chelsea.

Huddersfield bakkaði í seinni hálfleik og skoraði Chelsea sitt þriðja mark þegar 10 mínútur voru eftir. Varamaðurinn Eden Hazard lagði þá upp fyrir Pedro.

Lokatölur 3-0 og frábær sigur Chelsea staðreynd. Mjög flott byrjun hjá Chelsea á þessari leiktíð. Nú er bara fyrir Sarri að halda þessu áfram.




Nýliðarnir þurftu að sætta sig við tap
Nýliðar Cardiff og Fulham voru í eldlínunni einnig núna klukkan 14:00 og þurftu bæði þessi lið að sætta sig við tap.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sóttu Bournemouth. Aron Einar var ekki með vegna meiðsla en í fjarveru hans tapaði Cardiff, sem lítið hefur styrkt sig í sumar, 2-0. Ryan Fraser og Callum WIlson skoruðu mörk Bournemouth.

Fulham, sem hefur styrkt sig mjög mikið í sumar og skaraði sjö nýjum leikmönnum í byrjunarliðinu, tapaði 2-0 á heimavelli gegn Crystal Palae.

Jeffrey Schlupp kom Palace yfir undir lok fyrri hálfleiks og Wilfried Zaha bætti við marki í seinni hálfleiknum.

Það var svo leikur í Watford þar sem heimamenn sigruðu Brighton með markatölu sem var algeng í dag, 2-0. Roberto Pereyra gerði bæði mörk Watford í leiknum.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar í leikjunum sem hófust klukkan 14:00.

Bournemouth 2 - 0 Cardiff City
1-0 Ryan Fraser ('24 )
1-0 Callum Wilson ('35 , Misnotað víti)
2-0 Callum Wilson ('90 )

Fulham 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Jeffrey Schlupp ('41 )
0-2 Wilfred Zaha ('80 )

Huddersfield 0 - 3 Chelsea
0-1 NGolo Kante ('34 )
0-2 Jorginho ('45 , víti)
0-3 Pedro ('80 )

Watford 2 - 0 Brighton
1-0 Roberto Pereyra ('35 )
2-0 Roberto Pereyra ('54 )

Sjá einnig:
England: Tottenham lagði Newcastle í fjörugum leik

Klukkan 16:30 hefst leikur Everton og Watford. Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliðinu hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner