sun 11. ágúst 2019 18:37 |
|
Binni bolti: Ég þarf einhver lyf fyrir hálsinn
„Það er sturlað að vinna þennan leik 4-1. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Birnir Snær Ingason, kantmaður HK, við Fótbolta.net eftir 4-1 sigur á toppliði KR í Pepsi Max-deildinni í dag.
Binni bolti skoraði eitt mark og lagði upp annað í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með HK. Hann skoraði einnig í Kórnum fyrr í sumar þegar hann skoraði fyrir Val.
„Ég elska Kórinn og elska innanhúshallirnar. Þær fara mér vel," sagði Binni einnig glaðbeittur eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 KR
Birnir hefur ekki spilað mikið í sumar og hann fór út af í blálokin.
„Ég þarf einhver lyf fyrir hálsinn. Ég var að deyja í hálsinum. Ef einhver veit um góð lyf þá er ég til í það. Ég var kominn með góðan krampa í báða kálfana, ég viðurkenni það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Binni bolti skoraði eitt mark og lagði upp annað í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með HK. Hann skoraði einnig í Kórnum fyrr í sumar þegar hann skoraði fyrir Val.
„Ég elska Kórinn og elska innanhúshallirnar. Þær fara mér vel," sagði Binni einnig glaðbeittur eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 KR
Birnir hefur ekki spilað mikið í sumar og hann fór út af í blálokin.
„Ég þarf einhver lyf fyrir hálsinn. Ég var að deyja í hálsinum. Ef einhver veit um góð lyf þá er ég til í það. Ég var kominn með góðan krampa í báða kálfana, ég viðurkenni það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
11:00
17:56
21:06