sun 11. ágúst 2019 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Jafnt í baráttu Guðjóns og Heimis
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það var Íslendingaslagur í úrvalsdeildinni í Færeyjum í kvöld þegar NSÍ Runavík tók á móti HB frá Þórshöfn.

Guðjón Þórðarson og Heimir Guðjónsson voru að mætast, en þeir eru þjálfarar þessara liða.

Gestirnir í HB komust yfir rétt fyrir leikhlé og var staðan 1-0 hálfleik. NSÍ gafst ekki upp og virkaði hálfleiksræða Guðjóns vel. NSÍ jafnaði á 77. mínútu.

HB spilaði einum færri síðustu 10 mínúturnar eftir að Sebastian Pingel fékk að líta rauða spjaldið - sitt annað gula spjald. NSÍ náði ekki að nýta sér liðsmuninn enda tíminn skammur. Lokatölur voru 1-1 í þessum Íslendingaslag. Þegar liðin mættust í mars í deildinni var niðurstaðan einnig 1-1 jafntefli.

Brynjar Hlöðversson lék ekki með HB í leiknum, hann var í leikbanni.

NSÍ er þriðja sæti með 36 stig, HB er með stigi minna í fjórða sæti. NSÍ á tvo leiki til góða á HB, sem er ríkjandi meistari í Færeyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner