Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. ágúst 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Snýst um að bíða eftir markverðinum
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford byrjar þetta tímabil vel í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði tvennu þegar Manchester United vann Chelsea 4-0 á Old Trafford.

„Þetta er góð byrjun, við hefðum getað verið beittari í fyrri hálfleik en það má búast við því í fyrsta leik. Í seinni hálfleik vorum við beittari. Við höfum við að vinna mikið í líkamlegu standi okkar í sumar og það hjálpaði okkur í dag," sagði Rashford eftir leik.

Um að spila á vinstri kantinum við hlið Anthony Martial: „Það gefur okkur flæði, Anthony getur spilað báðar stöður, það gefur okkur fleiri möguleika. Varnarlega getur þetta verið erfitt, en við verðum betri."

„Hvort sem er ég þar eða meira fyrir miðju í sókninni, það er það sama, bara meiri varnarskyldur á vinstri kantinum. Við verðum betri. Þetta lítur vel út en við getum unnið meira í þessu."

Um að skora úr öryggi af vítapunktinum í fyrsta marki United: „Þetta snýst um að bíða eftir markverðinum, en ef hann gefur ekki mikið upp þá ferðu í það horn sem þú hefur trú á. Markvörðurinn stóð lengi og þetta var erfitt."

Um leiktstíl United: Við spilum eftir okkar styrkleikum, við erum með leikmenn sem eru góðir í að sækja hratt, stundum tökum við ekki bestu ákvarðanirnar, en við erum margir ungir og við verðum að halda áfram að vinna í því."


Athugasemdir
banner
banner
banner