Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 11. ágúst 2019 18:47
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kri: Voru að bíða eftir að aðrir myndu redda þeirra eigin skinni
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil óska HK til hamingju með frábæran leik. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-1 tap liðsins gegn HK í Kórnum í kvöld.

Upphafskafli leiksins var ótrúlegur en HK var 3-0 yfir eftir einungis tuttugu mínútur.

Lestu um leikinn: HK 4 -  1 KR

„Það var erfitt að fá þessi mörk í andlitið. Að sama skapi sér maður að það voru leikmenn í liðinu á hælunum sem voru að bíða eftir að aðrir myndu redda þeirra eigin skinni í staðinn fyrir að vinna sína vinnu. Svona leikir koma. Sem betur fer gerist það ekki oft hjá okkur en það varð okkur illilega að falli í þetta sinn."

KR er ennþá með sjö stiga forskot á toppnum en þetta var fyrsta deildartap liðsins síðan 16. maí.

„VIð fengum skell. Stundum er betra að tapa almennilega 4-1 heldur en að tapa með einu marki og vera hundfúll að leita að afsökunum. Við þurfum að girða okkur í brók og lyfta okkur aðeins upp aftur. Við þurfum að taka það góða sem við höfum gert á þessu ári. Við erum með gott lið og góða stöðu í deildinni og núna þurfum við að horfa fram á veginn og stefna á að komast í úrslit í bikarnum."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni en þar tjáir hann sig meðal annars um taktík KR, meiðsli Arnþórs Inga Kristinssonar og um bikarleikinn sem er framundan gegn FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner