Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Mikilvægt að hafa sterka persónuleika í öftustu línu
Mynd: Getty Images
„Seinni hálfleikurinn var framúrskarandi," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 4-0 sigur á Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við getum talið okkur heppna að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik, en svo kom hálfleikurinn, við róuðum okkur niður og spiluðum vel í seinni hálfleik."

„Því betra formi sem þú ert í, því meira geturðu gert. Það er einfalt reiknidæmi. Strákarnir hafa verið að leggja mikið á sig, en þetta er bara byrjunin. Við getum gert enn meira."

Harry Maguire, sem United gerði að dýrasta varnarmanni sögunnar á dögunum, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.

„Hann gerði nákvæmlega það sem við ætlumst af honum. Hann er með mikla nærveru í báðum teigum, hann er rólegur og yfirvegaður á boltanum. Hann er leiðtogi, og hann David de Gea, og Victor Lindelöf, stjórnuðu öftustu línu mjög vel. Það er mikilvægt að hafa sterka persónuleika í öftustu línu," sagði Solskjær.

Marcus Rashford og Anthony Martial voru báðir á skotskónum í dag. Rashford skoraði tvö.

„Marcus spilaði þess vinstri kants/sóknarmannstöðu fullkomlega í dag. Hann lendir stundum í vandræðum varnarlega, en það þýðir líka að hann geti sótt hratt. Seinna mark hans var stórkostlegt."

„Markið hjá Martial var hefðbundið mark hjá 'níu'. Ég vil hafa hann þarna og hann veit það. Þarna skorar númer níu mörk."

Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag. Ásamt Maguire voru Aaron Wan-Bissaka og Daniel James einnig að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir United. James kom inn á sem varamaður og skoraði.

„Við keyptum þrjá frábæra stráka, þrjá frábæra persónuleika og við erum mjög ánægðir með þá. Það er besta tilfinning í heimi að skora fyrir framan Stretford End, það er ekki hægt að toppa það," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner