Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 11. ágúst 2019 19:24
Elvar Geir Magnússon
„Vonandi verður Júlíus með okkur á fimmtudaginn"
Júlíus Magnússon.
Júlíus Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon hefur ekki verið með Víkingum í síðustu leikjum og var í stúkunni í kvöld þegar liðið vann ÍBV.

„Vonandi verður hann í hóp og getur spilað á fimmtudaginn," sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik í kvöld.

Víkingur á stórleik gegn Breiðaliki á heimavelli á fimmtudag, undanúrslitaleik í bikarnum.

„Hann hefði mögulega getað spilað í dag en okkur fannst það aðeins of snemmt. Þetta eru hnémeiðsli. Vonandi verður hann með okkur á fimmtudaginn."

Júlíus er 21 árs og gekk í raðir Víkinga fyrir tímabilið. Hann var í herbúðum Heerenveen í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner