þri 11. ágúst 2020 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Ocampos hetja Sevilla - Öruggt hjá Shakhtar
Lucas Ocampos skoraði sigurmark Sevilla
Lucas Ocampos skoraði sigurmark Sevilla
Mynd: Getty Images
Shakhtar Donetsk er áfram í undanúrslit
Shakhtar Donetsk er áfram í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Sevilla er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Wolves en Lucas Ocampos gerði sigurmarkið á 88. mínútu leiksins. Shakhtar Donetsk mætir þá Inter eftir að hafa unnið Basel örugglega, 4-1.

Wolves fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 13. mínútu en þá var brotið á Adama Traore innan teigs. Raul Jimenez steig á punktinn en Yassine Bounou varði frá honum.

Lucas Ocampos kom sér í ágætis færi á 36. mínútu en skaut framhjá. Sevilla var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum án þess að skapa sér mikið af færum.

Sevilla fékk nokkur góð færi í síðari hálfleiknum og skilaði það sér á 88. mínútu er Ocampos skoraði. Sevilla fékk hornspyrnu sem var tekin í flýti á Ever Banega. Hann fann Ocampos sem skoraði örugglega.

Lokatölur 1-0 fyrir Sevilla sem mætir Manchester United í undanúrslitum. Á sama tíma vann Shakhtar 4-1 sigur á Basel en brasilísku leikmennirnir voru í aðalhlutverki.

Junio Moraes kom Shakhtar yfir á 2. mínútu áður en Taison bætti við öðru á 22. mínútu. Alan Patrick gerði svo þriðja markið úr vítaspyrnu á 75. mínútu áður en Dodo skoraði fjórða markið undir lokin. Ricky van Wolfswinkel minnkaði muninn undir lokin og lokatölur 4-1. Shakhtar mætir Inter.

Úrslit og markaskorarar:

Shakhtar D 4 - 1 Basel
1-0 Junior Moraes ('2 )
2-0 Taison ('22 )
3-0 Alan Patrick ('75 , víti)
4-0 Dodo ('88 )
4-1 Ricky van Wolfswinkel ('90 )

Wolves 0 - 1 Sevilla
0-0 Raul Jimenez ('13 , Misnotað víti)
0-1 Lucas Ocampos ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner