Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 11. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Kórdrengir mæta FH í átta liða úrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í kvöld þar sem Kórdrengir spila við FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Kórdrengir sigla lygnan sjó í neðri hluta Lengjudeildarinnar á meðan FH er í óvæntri fallbaráttu í Bestu deildinni. Þetta verður því gríðarlega spennandi slagur þar sem liðin keppast um sæti í undanúrslitum. KA er eina liðið sem hefur tryggt sig í undanúrslitin sem stendur.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í Lengjudeild kvenna þar sem HK getur bætt stöðu sína í toppbaráttunni með sigri gegn botnliði Hauka. Grindavík og Fjölnir mætast einnig í fallbaráttunni þar sem sjö stig skilja liðin að. 

Vængir Júpíters taka á móti Augnablik í 3. deildinni og geta nælt sér í mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri. Vængirnir eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti, með 13 stig eftir 15 umferðir.

Að lokum eru sjö leikir á dagskrá í 4. deildinni þar sem deildartímabilinu fer að ljúka og styttist óðfluga í úrslitakeppnina.

Mjólkurbikar karla
18:00 Kórdrengir-FH (Framvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:00 Grindavík-Fjölnir (Grindavíkurvöllur)
19:15 HK-Haukar (Kórinn)

3. deild karla
19:15 Vængir Júpiters-Augnablik (Fjölnisvöllur - Gervi)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Úlfarnir-Stokkseyri (Framvöllur - Úlfarsárdal)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KB-Árborg (Domusnovavöllurinn)
20:00 Uppsveitir-Álftanes (X-Mist völlurinn)
20:00 Berserkir/Mídas-Léttir (Víkingsvöllur)
20:00 KM-Hafnir (Kórinn - Gervigras)

4. deild karla - D-riðill
19:00 Smári-GG (Fagrilundur - gervigras)
19:00 KFR-Álafoss (SS-völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner