Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Alderweireld: Ég vildi aldrei fara frá Tottenham
Icelandair
Alderweireld á fréttamannafundi í gær.
Alderweireld á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, segist aldrei hafa viljað fara frá félaginu í sumar eins og sögusagnir voru um. Alderweireld var meðal annars orðaður við Manchester United í sumar en hann verður samningslaus næsta sumar.

„Allir sögðu að ég vildi klárlega yfirgefa Tottenham. Það er ekki satt," sagði Alderweireld.

Alderweireld var ónotaður varamaður í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur hann átt fast sæti í liði Tottenham.

„Í sumar áttaði ég mig fljótlega á því að Tottenham vildi halda mér. Ég þurfti að berjast fyrir því að komast aftur í liðið. Það er sigur fyrir mig að vera kominn aftur í liðið."

„Ég reyni að hjálpa Tottenham eins og ég get með hæfileikum mínum. Hvað varðar framtíð mína þá er allt sem hefur verið sagtí fjölmiðlum ekki rétt."


Alderweireld verður í eldlínunni með belgíska landsliðinu gegn Ísland í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner