Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 14:11
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U21 gegn Slóvakíu - Sigurliði ekki breytt
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA í Moskvu.
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA í Moskvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjolfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu á Alvogenvellinum klukkan 15:30.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Leikurinn er mjög mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum. Ísland getur komist upp fyrir Slóvakíu og í 2. sætið riðilsins. 2. sætið getur gefið rétt á sæti í umspili um sæti á EM.

Ísland mætir síðan Norður-Írlandi og Spáni á heimavelli í október í lokaleikjum riðilsins.

Staðan í riðlinum eftir 7 leiki
1. Spánn 21 stig
2. Slóvakía 12 stig
3. Ísland 11 stig
4. Norður-Írland 11 stig
5. Albanía 6 stig
6. Eistland 1 stig

Níu leikmenn í byrjunarliðinu leika með erlendum félögum en þetta er sama byrjunarlið og vann 5-2 sigur gegn Eistlandi á dögunum.

Byrjunarlið U21 landsliðsins
Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Alfons Sampsted (Landskrona)
Felix Örn Friðriksson (Vejle)
Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Axel Óskar Andrésson (Viking)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Nikael Neville Anderson (Excelsior)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)
Óttar Magnús Karlsson (Trelleborg)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner