Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
EM draumur U21 á enda - Markvörðurinn með sigurmark
Albert skoraði bæði mörk Íslands.
Albert skoraði bæði mörk Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 2 - 3 Slóvakía U21
0-0 Denis Vavro ('13, misnotað víti)
1-0 Albert Guðmundsson ('33)
1-1 László Bénes ('58)
1-2 Tomás Vestenický ('89)
2-2 Albert Guðmundsson ('92, víti)
2-3 Marek Rodák ('94)
Lestu nánar um leikinn

Vonir U21 landsliðs Íslands um að komast í lokakeppni EM urðu að engu á KR-vellinum í dag.

Slóvakía vann 3-2 útisigur þar sem markvörður Slóvakíu skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu í blálokin.

Ísland leiddi í hálfleik með einu marki eftir að Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark en fyrr í leiknum hafði Slóvakía klúðrað vítaspyrnu.

Í seinni hálfleik náði Slóvakía að snúa leiknum sér í vil en uppbótartíminn var æsilegur.

Albert kann vel við sig á KR-vellinum og jafnaði af vítapunktinum. Slóvakar vissu þó vel að þeir þyrftu sigur og sendu markvörðinn fram strax í næstu sókn. Hann tryggði sigurinn.

Tvær umferðir eru eftir af riðlinum en íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast áfram í lokakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner