Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. september 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Enrique segir að Messi sé enn besti leikmaður í heimi
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins og fyrrum þjálfari Barcelona, er hissa á tilnefningum FIFA fyrir besta leikmann heims árið 2018.

Luka Modric, Cristiano Ronaldo og Mohammed Salah eru tilnefndir en Enrique segir að Messi beri höfuð og herðar yfir alla aðra leikmenn í heiminum.

Ronaldo og Modric spiluðu báðir stórt hlutverk í Meistaradeildarsigri Real Madrid á síðustu leiktíð á meðan Salah átti ótrúlegt fyrsta tímabil hjá Liverpool.

Þrátt fyrir það voru margir hissa á því að Messi hafi ekki verið tilnefndur en hann leiddi Barcelona til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og í spænska bikarnum.

„Þegar talað er um bestu leikmenn í heimi þá ættu verðlaunin alltaf að fara til Messi í dag, hann er skrefi á undan öllum öðrum.”
Athugasemdir
banner
banner
banner