þri 11. september 2018 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Fyrsti tapleikur í mótsleik í fimm ár á Laugardalsvelli
Icelandair
Ekki draumabyrjun hjá Erik Hamren
Ekki draumabyrjun hjá Erik Hamren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var að ljúka leik Íslands og Belgíu í Þjóðardeildinni.

Ísland byrjaði leikinn vel og átti nokkra góða spretti í upphafi leiks en Belgar komust yfir á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu frá Eden Hazard. Lukaku bætti við marki tveimur mínútum seinna. Hann var síðan aftur á ferðinni á 81. mínútu. Lokatölur, 0-3.

Fyrir leikinn í kvöld hafði íslenska liðið ekki tapað í mótsleik á Laugardalsvelli síðan árið 2013 en þá tapaði liðið fyrir Slóveníu, 4-2. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnboga með mörk Íslands í þeim leik.

Síðan tapleikurinn gegn Slóveníu kom hefur Ísland spilað tólf heimaleiki, unnið tíu en tveir hafa endað með jafntefli.

Laugardalsvöllur hefur gefið íslensku þjóðinni margar gleðistundir á síðustu árum. Margir magnaðir sigrar hafa unnist á vellinum og þar má helst nefna frækinn sigur á Króatíu, 1-0 og sigurinn á Hollandi en sá leikur endaði 2-0.

Næsti heimaleikur landsliðsins er gegn Sviss þann 15. október næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner