Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 14:19
Egill Sigfússon
Ísland aldrei náð stigi gegn Belgíu
Icelandair
Ásgeir Sigurvinsson spilaði í síðasta mótsleik á móti Belgíu 1977
Ásgeir Sigurvinsson spilaði í síðasta mótsleik á móti Belgíu 1977
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir hinu gríðarsterka Belgíska landsliði á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld í Þjóðardeild UEFA.

Ísland tapaði sannfærandi 6-0 gegn Sviss á Zybunpark á Laugardaginn og eru staðráðnir í að láta ekki sömu hörmung koma fyrir í kvöld.

Þegar rýnt er í sögu þessara liða er tölfræðin ekki með okkur Íslendingum í liði þar sem við höfum mætt Belgíu átta sinnum og tapað öllum leikjunum.

Liðin mættust fyrst í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið 1958 í Brussells þar sem Belgar unnu 8-3 sigur í miklum markaleik. Í seinni leik liðana í Reykjavík unnu Belgar 5-2 sigur. Þórður Jónsson skoraði tvö mörk og nafni hans, Þórður Þórðarson skoraði 3 mörk en þetta eru einu mörk Íslands gegn Belgíu og því eru liðin rúm 60 ár frá því við skoruðum gegn þeim.

Liðin mættust aftur í undankeppni fyrir HM 1974 þar sem Belgar unnu báða leikina 4-0. Liðin mættust svo aftur í undankeppni fyrir Evrópumótið 1976 og þar unnu Belgar 1-0 sigur heima og 2-0 í Reykjavík.

Síðustu tveir leikir liðana fóru fram í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 1978 þar sem Belgar mörðu 1-0 sigur í Reykjavík og unnu síðan síðari leikinn í Brussels 4-0 þann 3. september 1977 og við höfum ekki spilað mótsleik við þá síðan.

Það er því ljóst að sagan er ekki með Íslendingum en nú eru rúmlega 41 ár síðan síðasti leikur þessara liða fór fram og fróðlegt hvort Íslandi tekst loksins að ná einu stigi eða þrem gegn ógnarsterku liði Belgíu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner