Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kane hvíldur gegn Sviss
Kane í pílukasti.
Kane í pílukasti.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Harry Kane verður hvíldur í kvöld þegar England mætir Sviss í vináttulandsleik á King Power leikvangnum í Leicester.

Kane er sóknarmaður Tottenham en hann skoraði sex mörk á HM í Rússlandi í sumar og hlaut gullskóinn.

Það hefur verið mikið álag á Kane sem hefur byrjað 61 leik í öllum keppnum síðan í byrjun síðasta tímabils.

Dele Alli, liðsfélagi Kane hjá Tottenham, verður ekki með í kvöld en hann dró sig úr landsliðshópnum vegna smávægilegra meiðsla. Eric Dier, hans besti vinur, verður fyrirliði í kvöld.

England tapaði 2-1 gegn Spáni í Þjóðadeildinni en enska landsliðið hefur tapað þremur leikjum í röð. England hefur aldrei tapað fjórum leikjum í röð.

Svisslendingar eru fullir sjálfstrausts eftir 6-0 sigur gegn Íslandi síðasta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner