Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. september 2018 12:00
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar í Inkasso-deildinni: HK-ingar í aðalhlutverki
Alvaro Montejo Calleja er í liði umferðarinnar í sjötta skipti í sumar.  Hér reynir hann að leika á varnarmenn Selfyssinga í leiknum á föstudaginn.
Alvaro Montejo Calleja er í liði umferðarinnar í sjötta skipti í sumar. Hér reynir hann að leika á varnarmenn Selfyssinga í leiknum á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sólon Breki Leifsson og Magnús Þór Magnússon eru báðir í liði umferðarinnar.
Sólon Breki Leifsson og Magnús Þór Magnússon eru báðir í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fran Marmolejo markvörður Víkings Ólafsvíkur.
Fran Marmolejo markvörður Víkings Ólafsvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK henti sér í toppsætið í Inkasso-deildinni og nánast gulltryggði sæti í Pepsi-deildinni með 4-1 útisigri á Fram á föstudaginn. Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk og er leikmaður umferðarinnar. Máni Austmann Hilmarsson og Ingiberg Ólafur Jónsson leikmenn HK eru einnig í liði umferðarinnar. Brynjar Björn Gunnarsson er síðan þjálfari umferðarinnar.

Þórsarar unnu Selfoss 2-1 þar sem Alvaro Montejo Calleja og Jóhann Helgi Hannesson voru bestu menn. Jóhann Helgi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið. Alvaro lagði upp fyrra markið og er í sjötta skipti í liði umferðarinnar í sumar.

Fran Marmolejo markvörður Víkings Ólafsvíkur var í stuði í 1-1 jafntefli gegn ÍA í Vesturlands og toppbaráttuslag.

Sólon Breki Leifsson skoraði tvö mörk og Vuk Óskar Dimitrijevic átti flottan leik í sigri Leiknis á Þrótti. Leiknismenn gulltryggðu sæti sitt í deildinni að ári með sigrinum.

Njarðvíkingar eru nánast öruggir með sæti sitt í deildinni að ári eftir sigur á Magna. Magnús Þór Magnússon og Arnar Helgi Magnússon áttu báðir góðan leik í vörninni þar.

Frans Sigurðsson var síðan maður leiksins í jafntefli Hauka og ÍR.

Fyrri lið umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner