Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 11. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Manuel Jous: Reikna með að þetta hafi verið slys hjá Íslandi
Icelandair
Manuel Jous.
Manuel Jous.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Belgíska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður klárlega ekki auðveldur leikur. Við sáum Ísland bæði á EM og HM," sagði Manuel Jous, sjónvarpsmaður hjá RTBF í Belgíu, um leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Þetta verður mjög erfiður leikur þar sem Ísland er á heimavelli, sérstaklega eftir 6-0 tapið í Sviss. Íslenska liðið vill koma til baka og sýna að þetta var ekki góður dagur í Sviss. Þetta verður alls ekki auðvelt en við erum undirbúnir fyrir það."

Það kom Jous í opna skjöldu að sjá Ísland steinliggja gegn Svisslendingum í fyrsta leik Þjóðadeildinni á laugardaginn.

„Ég var mjög hissa á úrslitunum í Sviss. Síðast þegar Ísland tapaði 6-0 var árið 2001 í Danmörku þannig að fólk á ekki að venjast svona úrslitum hjá Íslandi. Ég veit ekki hvað gerðist í Sviss en ég reikna með að þetta hafi verið slys. Þetta verður ekki eins í dag."

Belgar mæta peppaðir
Belgar enduðu í 3. sæti á HM í sumar en á föstudaginn unnu þeir Skota 4-0 í vináttuleik. Þeir mæta því fullir sjálfstrausts til Íslands.

„Liðið er mjög einbeitt og ákveðið í að standa sig vel í Þjóðadeildinni. Eftir HM hefði getað komið dýfa en miðað við frammistöðuna í Skotlandi erum við mjög vongóðir. Ég er viss um að leikmenn spili vel í dag. Þetta er ekki vináttuleikur heldur ný keppni. Þetta er mótsleikur," sagði Jous.

De Bruyne ekki með
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, er ekki með Belgum að þessu sinni en hann meiddist illa á hné í síðasta mánuði.

„Hann er lykilmaður í liðinu en við eigum marga aðra leikmenn, sérstaklega á miðjunni. Við sáum Moussa Dembele og Youri Tielemans spila vel í Glasgow. Þetta er ekki mikið vandamál. Við eigum líka Eden Hazard og marga aðra í sóknarleiknum. Það væri betra að hafa Kevin de Bruyne en hann er ekki hér og við finnum aðra leikmenn til að leysa stöðu hans," sagði Jous.
Athugasemdir
banner
banner
banner