Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. september 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Martínez mjög hrifinn af Þjóðadeildinni
Icelandair
Martinez á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Martinez á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær keppni. Þetta er það sem alþjóðlegur fótbolti þurfti á að halda. Ég veit að það verða einhver vandræði og breytingar á þessu í framtíðinni en fyrsta umferðin var frábær," sagði Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, á fréttamannafundi í gær.

ÞJóðadeildin hefur rúllað af stað af krafti undanfarna daga en þar er keppt í A, B, C og D-deild.

„Öll lönd geta keppt af krafti. Makedónía hefur unnið leiki, Andorra náði í jafntefli á útivelli og allir hafa getað bætt sig og haldið áfram að vaxa."

„Við sáum frábær leiki hjá Frakklandi og Hollandi sem og Englandi og Spáni. Ég hlakka til leiksins á morgun (í dag) og þetta er keppni sem við viljum standa okkur vel í."


Belgar eru að spila sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld en þær mæta Íslandi á Laugardalsvelli klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner