Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sannfærandi tap gegn Belgíu - Miklu betra en gegn Sviss
Belgar einfaldlega of góðir
Icelandair
Hazard var magnaður í kvöld.
Hazard var magnaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög erfitt að eiga við Lukaku.
Það er mjög erfitt að eiga við Lukaku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er án stiga og með markatöluna 0:9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni.
Ísland er án stiga og með markatöluna 0:9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 3 Belgía
0-1 Eden Hazard ('29 , víti)
0-2 Romelu Lukaku ('31 )
0-3 Romelu Lukaku ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Staðan eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni er ekki góð fyrir íslenska landsliðið, svo sannarlega ekki. Ísland tapaði 6-0 fyrir Sviss á dögunum í einum versta landsleik í manna minnum. Liðið sýndi betri frammistöðu gegn Belgíu í kvöld.

Ísland byrjaði vel og náði að ógna marki Belgíu þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti skot sem fór af varnarmanni og fram hjá. Jón Daði Böðvarsson hafði gert vel í undirbúningnum.

Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór íslenska liðið aftar og aftar á völlinn en Belgar nýttu sér það. Pressan var orðin ansi mikil þegar Eden Hazard skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 29. mínútu. Sverrir Ingi Ingason braut á Romelu Lukaku í teignum og Hazard var öryggið uppmálað á punktinum.

Lukaku var svo á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði annað mark Belgíu. Íslandi mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu og Lukaku var fljótur að átta sig. Lukaku átti geggjaðan leik á Laugardalsvelli í kvöld en þessi framherji Manchester United er naut að burðum.

Sjá einnig:
Hazard og Lukaku erfiðir við að eiga - Mögnuð tölfræði


Allt annað að sjá íslenska liðið í kvöld
Það var allt annað að sjá íslenska liðið í kvöld miðað við leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Það var miklu meiri ákefð og barátta í strákunum í kvöld. Þeir leyfðu Belgunum ekki að komast upp með eins mikið og Svisslendingunum. Það er þó alveg ljóst að það er hægt að bæta mikið, mjög mikið.

Seinni hálfleikurinn var fínn hjá Íslandi og fengum við ágæt færi til að minnka muninn þegar Gylfi Sigurðsson, fyrirliði liðsins í þessu verkefni, átti fast skot sem Courtois í marki Belgíu varði vel. Þetta gerðist þegar um 20 mínútur voru eftir en nokkrum mínútum áður átti Jón Daði fína tilraun. Ísland átti þessar tilraunir en færin hefðu klárlega mátt vera fleiri og betri. Þá hefðum við klárlega mátt nýta föstu leikatriðin betur, í kvöld og í leiknum gegn Sviss.

Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sinn fyrsta landsleik frá því í júlí 2016. Kolbeinn náði ekki að láta mikið að sér kveða en þess í stað skoraði kollegi hans hinum meginn á vellinum, Romelu Lukaku, þriðja mark Belgíu þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lukaku og Hazard einfaldlega of góðir fyrir íslenska landsliðið á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur 3-0 fyrir frábært lið Belgíu, sem er í öðru sæti á heimslistanum.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þessi úrslit þýða ekkert gott fyrir íslenska liðið. Við erum án stiga og með markatöluna 0:9 eftir fyrstu tvo leiki okkar í A-deild Þjóðadeildarinnar. Belgía og Sviss eru með þrjú stig.

Ísland mætir Sviss heima 15. október og Belgíu úti um miðjan nóvember.


Athugasemdir
banner