Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. september 2018 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss náði ekki að fylgja 6-0 sigrinum eftir - Tap í Englandi
Rashford skoraði sigurmark Englands.
Rashford skoraði sigurmark Englands.
Mynd: Getty Images
England 1 - 0 Sviss
1-0 Marcus Rashford ('54)

Sviss sem vann 6-0 sigur gegn Íslandi síðastliðinn laugardag fór til Leicester í kvöld og sótti England heim í vináttulandsleik.

Sviss gerði fjórar breytingar frá sigrinum gegn Íslandi og kom Stephan Lichsteiner, fyrirliði liðsins sem var ekki í hóp gegn Íslandi, meðal annars inn í byrjunarliðið. Stærstu stjörnurnar, Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri voru áfram í byrjunarliðinu.

Það var aðeins eitt mark skorað í þessum leik en það gerði Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, á 54. mínútu. Sviss hafði verið sterkari í fyrri hálfleiknum en England komst yfir og þetta eina mark dugði til sigurs.

England forðaðist fjórða tapið í röð með þessum sigri í kvöld, en Sviss náði ekki að fylgja 6-0 sigrinum gegn Íslandi eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner