þri 11. september 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Undankeppni EMU21 í dag: Mikilvægur leikur hjá íslensku strákunum
Samúel Kári og Albert eru í U21 hópnum að þessu sinni
Samúel Kári og Albert eru í U21 hópnum að þessu sinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tekur á móti Slóvakíu í undankeppni fyrir U-21 Evrópumótið á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 15:30 á Alvogen-vellinum.


Fyrir leikinn eru Slóvakar með einu stigi meira en Ísland í öðru sæti riðilsins. Íslendingar eru jafnir Norður-Írum að stigum í þriðja og fjórða sætinu.

Norður-Írar mæta toppliði Spánar en Spánverjar hafa hingað til unnið alla sína leiki.

Ísland vann Eistland 5-2 á Kópavogsvelli síðasta fimmtudag en leikurinn í dag er gífurlega mikilvægur.

Efsta sætið gefur þátttökurétt á Evrópumótið á næsta ári en svo fara fjögur bestu liðin sem lenda í öðru sætið í umspil.

Landslið - U-21 karla undankeppni EM 2019
15:30 Ísland-Slóvakía (Alvogenvöllurinn)
16:45 Spánn-Norður-Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner