mið 11. september 2019 14:17
Magnús Már Einarsson
Dofri líklega ekki með í bikarúrslitunum
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason verður að öllum líkindum ekki með Víkingi R. gegn FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Dofri er að glíma við meiðsli.

„Dofri er að ströggla. Hann er ekki búinn að æfa neitt í 2-3 vikur og ég efast um að hann verði klár í tæka tíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason verður væntanlega einnig fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst í leik Íslands og Albaníu í gærkvöldi.

„Það er slæmt fyrir okkur að vera án tveggja reynslumikra leikmanna en við verðum með ungar og ferskar lappir í staðinn."

Fjarvera Kára og Dofra þýðir að Halldór Smári Sigurðsson verður við hlið Sölva Geirs Ottesen í hjarta varnarinnar og hinn ungi Logi Tómasson gæti fengið tækifærið í vinstri bakverðinum.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Kári í myndatöku í dag - Arnar óttast það versta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner