Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. september 2021 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Albert kom inná sem varamaður í tapi gegn PSV - Fyrsti tapleikur Rúnars
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður í 3-0 tapi AZ Alkmaar gegn PSV Eindhoven í hollensku deildinni í dag.

Albert kom að tveimur mörkum íslenska landsliðsins í undankeppni HM á dögunum áður en hann snéri aftur til AZ.

Hann fékk fáa daga til að koma sér í gírinn áður en liðið spilaði við stórlið PSV í dag.

Albert kom inná sem varamaður á 67. mínútu leiksins í 3-0 tapi en AZ hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum deildarinnar.

Hvað gerðu Íslendingarnar í Evrópuboltanum?

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í rúmenska liðinu Cluj töpuðu fyrir Botosani, 1-0. Rúnar fór af velli í hálfleik en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni á þessari leiktíð. Cluj er á toppnum með 21 stig.

Ari Freyr Skúlason kom inná sem varamaður á 50. mínútu í 1-1 jafnteli gegn Malmö í sænsku úrvalsdeildinni á meðan Bjarni Mark Antonsson spilaði allan tímann á miðjunni í 3-1 tapi Brage gegn Trelleborgs IF í B-deildinni.

Böðvar Böðvarsson var allan tímann í vinstri bakverðinum er Helsingborg gerði 2-2 jafntefli við Eskilstuna. Helsingborg er í 2. sæti á meðan Brage er í 11. sæti.

Kolbeinn Þórðarson og hans menn í Lommel í B-deildinni í Belgíu töpuðu fyrir Virton, 2-1. Kolbeinn kom af bekknum á 59. mínútu.

Norska liðið Álasund er í þriðja sæti B-deildarinnar eftir 3-2 sigur á Bryne. Davíð Kristján Ólafsson lék allan tímann í vinstri bakverðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner