Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 11. september 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings og HK: Kwame og Logi byrja - Fimm breytingar
Logi Tómasson byrjar.
Logi Tómasson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst fjórði leikur dagsins í Pepsi Max-deildinni, þá mætast Víkingur og HK á Víkingsvelli.

Víkingur er í 2. sæti deildarinnar og HK er í 10. sæti, stigi fyrir ofan fallsæti. Bæði lið unnu sigur í síðasta leik, HK vann gegn Keflavík og Víkingur lagði FH.

Þrír leikmenn eru í leikbanni í dag. Birkir Valur Jónsson og Stefan Alexander Ljubicic hjá HK og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!!!

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar frá 1-2 útisigrinum gegn FH. Logi Tómasson byrjar í stað Atla Barkarsonar, Júlíus Magnússon kemur inn fyrir Sölva og Kwame Quee tekur stöðu Viktors Örlygs Andrasonar.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, gerir tvær breytingar frá 1-0 heimasigrinum gegn Keflavík. Guðmundur Þór Júlíusson og Jón Arnar Barðdal koma inn fyrir Birki og Stefan.

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
77. Kwame Quee
80. Kristall Máni Ingason

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Jón Arnar Barðdal
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!!!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner