Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 11. september 2021 17:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dean Martin: Að ná í þrjú stig er geggjað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ljótur leikur að okkar hálfu en við tökum sigrinum og við komum hingað til að vinna fótboltaleik og við gerðum nóg til þess," sagði Dean Martin þjálfari Selfoss eftir 1-2 sigur á Þór á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Selfoss

„Við skorum tvö mörk en gáfum þeim ódýra aukaspyrnu rétt fyrir hálfleik og þeir skora. Við náðum ekki að tengja sendingar saman í seinni hálfleik en við vorum vel skipulagðir og náðum að klára þetta."

Selfyssingar gerðu taktíska breytingu eftir hálftíma leik.

„Þetta var ekki að ganga upp hjá okkur svo við ákváðum að breyta aðeins. Það er ekki gefins að menn sem byrja leikinn klári hann, stundum verður maður að breyta til, við ákváðum að gera það strax í staðin fyrir að bíða og fá mark á okkur."

Atli Rafn Guðbjartsson þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla, engar áhættur teknar þar.

„Eins og staðan er í dag tekur maður ekki áhættur með höfuðmeiðsli, Þórsarar misstu mann af velli með höfuðmeiðsli líka, þetta er hættulegt maður veit ekki hvernig þeir verða eftir nokkra klukkutíma."

Dean var gríðarlega ánægður með að næla í þrjú stig á erfiðum velli eftir langt ferðalag.

„Alltaf erfitt að koma hingað og að ná í þrjú stig er bara geggjað. Ég mun taka þessu alla daga, mér er alveg sama hversu ljótur leikurinn var, 3 stig eru 3 stig, stundum þartu að spila ljótt til að vinna og þetta er sætur sigur."

„Að keyra sex klukkutíma og gista. Þetta er nýtt fyrir suma leikmenn. Það er erfitt að spila á þessum velli, hann er laus í sér og ósléttur, ekki auðvelt en nóg að klára þetta."

Það er einn leikur eftir á tímabilinu en þegar Dean lítur yfir tímabilið er hann mjög ánægður með það.

„Við höfum lært mikið, leikmennirnir og ég sjálfur búinn að gera fullt af mistökum og læra af þeim. 2. deild er öðruvísi en 1. deild, það er ekkert gefins í fótbolta, sama í hvaða deild þú spilar þú verður að vinna fyrir stigunum. Við erum búnir að læra helling af þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner