Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 11. september 2021 16:12
Victor Pálsson
Fram setti stigamet í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram setti í dag stigamet í Lengjudeild karla er liðið gerði 2-2 jafntefli við Kórdrengi í næst síðustu umferð.

Fram er búið að tryggja sér sæti í efstu deild og er taplaust á toppnum með 55 stig eftir 21 leik.

Það er stigamet í næst efstu deild en Framarar slá met Víkings Ó. sem náði í 54 stig árið 2015.

Fram hefur í raun átt ótrúlegt tímabil og þarf aðeins að ná stigi úr seinasta leiknum til að fara taplaust í gegnum leiktíðina.

Fram getur náð í 58 stig í heildina en liðið var hársbreidd frá því að tapa í dag. Liðið jafnaði í blálokin gegn Kórdrengjum.

Fram mun spila í efstu deild á næstu leiktíð líkt og ÍBV sem tryggði sér sætið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner