Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 11. september 2021 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Gústi Gylfa: Frábær skemmtun fyrir áhorfendur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var afar ánægður með 5-3 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  5 Grótta

Grótta komst þremur mörkum yfir á fyrsta hálftímanum og bættu svo við fjórða markinu þegar fimm mínútur voru búnar af þeim síðari.

Víkingar komu sér hins vegar inn í leikinn með tveimur mörkum áður en Björn Axel Guðjónsson gerði fimmta markið. Víkingar gerðu þriðja mark sitt svo undir lok leiks.

„Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og líka fyrir okkur sem voru fyrir utan. Við vorum komnir í mjög góða stöðu en við vorum í 3-0 i hálfleik og komum í seinni og bætum við fjórða markinu og þá fannst mér menn stíga aðeins of mikið á bensíngjöfina."

„Menn ætluðu að fara að skora tvö eða þrjú mörk í sókn. Við fengum skyndisóknir frá Víkingunum sem komust inn í leikinn í 4-2 en við náum að koma fimmta markinu og þeir ná svo þriðja marki sínu inn."

„Fullt af fjöri og góð skemmtun en að mínu viti var það besta að fá þrjú stig í dag."

„Við eigum Aftureldingu á þriðjudag. Við ætlum að klára þetta mót með sóma, gera vel og fá góða frammistöðu og fullt af mörkum. Það er dagskipunin hjá okkur að klára þetta verkefni,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner